Starfsstöðvum Fjöliðjunnar hefur fjölgað á undanförnum misserum.
Þær sérútbúnu bifreiðar sem nýttar eru til þess að flytja þjónustuþega á milli starfsstöðva ná ekki að anna þeim verkefnum sem þarf að leysa á hverjum degi. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs.
Bæjarráð hefur samþykkt þá ósk frá velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðra og forstöðumanns Fjöliðjunnar að leigður verði sérútbúinn farþegabíll til þess að leysa þau vandmál sem eru til staðar í dag.
Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að bifreiðarnar sem eru til staðar í dag anni ekki verkefnum og möguleg staðgengilsbifreið (með rampi en ekki lyftu) sé ekki nýtanleg öllum þjónustuþegum þar sem sumir hjólastólarnir séu einfaldlega of þungir til að ýta upp hjólastólarampinn.
Bæjarráð hefur því samþykkt að ráðist verði í að leigja sérútbúna bifreið með lyftu fyrir hjólastóla fyrir starfsemi Fjöliðjunnar.