Matthías Leó leikur til undanúrslita á Íslandsmótinu í keilu með forgjöf

Íslandsmót einstaklinga í keilu 2022 þar sem að keppt er með forgjöf 2022 er langt komið.

Undanúrslit og úrslit fara fram sunnudaginn 27. febrúar og þar verður Skagamaðurinn Matthías Leó Sigurðsson á meðal keppenda.

Matthías Leó var efstur í karlaflokki eftir forkeppnina og milliriðil. Hann fékk alls 4256 stig eða 236,44 stig að meðaltali.

Í undanúrslitum er spilað með Round Robin fyrirkomulaginu og fara efstu 3 saman í úrslit þar sem að spilaður er einn leikur og dettur sá leikmaður út sem að hefur lægsta skorið. Eftir það spila tveir efstu um 1. – 2. sætið.

Nánar hér.