Stefnt er að því að rífa fjögur mannvirki sem er í eigu Akraneskaupstaðar á þessu ári.
Þetta kemur fram í fundargerð skipulags – og umhverfisráðs.
Þar kemur fram að ráðið leggi það til við bæjarráða að gert verði ráð fyrir kostnaði við niðurrifið í uppfærðri fjárfestingaráætlun fyrir árið 2022.
Húsin eða mannvirkin sem um ræðir eru við Dalbraut 8 og 10, en þau hús hýstu áður starfssemi Fjöliðjunnar og Orkuveitunnar.
Einnig er gert ráð fyrir að rífa húsið við Suðurgötu 108 og einnig húsið við Suðurgötu 124.