Margir áhugverðir leikmenn taka slaginn með liði Kára á næsta tímabili

Leikmannahópur knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi er að stækka og styrkjast með komu nýrra leikmanna. Liðið leikur í þriðju efstu deild Íslandsmótsins á þessu tímabili eftir að hafa fallið naumlega úr 2. deild á síðustu leiktíð.

Á undanförnum dögum hafa þaulreyndir leikmenn gengið í raðir Kára samhliða efnilegum leikmönnum. Og forráðamenn Kára boða að von sé á fleiri áhugaverðum leikmönnum á næstunni.

Ólafur Valur Valdimarsson, sem á baki langan feril með ÍA, ætlar að taka slaginn með Kára í sumar.

Markvörðurinn Dino Hodzic er gengin á ný í raðir Kára eftir að hafa leikið með ÍA á síðustu leiktíð. Hinn hávaxni markvörður frá Króatíu lét mikið að sér kveða með Kára árið 2020.

Aron Ingi Kristinsson kemur frá Þrótti Reykjavík, Davíð Freyr Bjarnason frá Skallagrím, Sigurjón Ari Guðmundsson kemur frá KÁ og Steindór Mar Gunnarsson kemur frá ÍA

Nánar í frétt á fésbókarsíðu Kára hér fyrir neðan.