Góður sigur Káramanna gegn Víði úr Garði

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi sigraði Víði frá Garði 3-1 í Lengjubikarkeppni KSÍ í gær. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni en liðin eru í B-deild keppninnar.

Leikskýrsla er hér:

Ingimar Elí Hlynsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kára á 26. mínútu eftir góðan undirbúning frá Arnari Kárasyni.

Skömmu síðar fékk einn leikmaður Víðis rautt spjald og léku þeir því einum færri það sem eftir lifði leiks.

Andri Júlíusson kom Kára í 2-0 á 37. mínútu en varnarjaxlinn Teitur Pétusson lagði upp markið.

Stefán Birgir Jóhannesson minnkaði muninn fyrir Víði á 57. mínútu en Ellert Lár Hannesson skoraði þriðja mark Kára rétt fyrir leikslok.

Næsti leikur Kára er laugardaginn 5.mars klukkan 14:00 gegn toppliði ÍR á útivelli.