Áhugavert viðtal við arkitekt Landsbankahússins við Akratorg

Stofnmeðlimir Miðbæjarsamtakana Akratorg hittust í gær á veitingastaðnum Grjótið Bistro.

Mikil stemmning í þessum hóp til að gera eitthvað skemmtilegt til að auka lífið í miðbænum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum.

Samtökin birtu í gær áhugavert viðtal við Ormar Þór Guðmundsson arkitekt Landsbankahússins um sögu þess og hugsanlega framtíð.

Húsið leikur stór hlutverk í heildarmynd miðbæjarins og Akratorgs – og er samtökunum mikið í mun að líf færist aftur í Landsbankahúsið.

Ólafur Páll Gunnarsson tók viðtalið og Heiðar Mar Björnsson sá um upptökuna.