Þjálfarar yngri landsliða Körfuknattleikssamband Íslands hafa valið æfingahópa yngri landsliða U15, U16 og U18 liða Íslands fyrir sumarið 2022. Einn leikmaður úr röðum ÍA var valinn, Þórður Freyr Jónsson.
Um er að ræða um 20 manna hópa hjá eldri liðunum og svo 24 manna hjá U15 liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum.
Liðin æfa næst saman helgina 4.-6. mars og í kjölfarið eftir þá helgi verða 16 manna og 18 manna lokahópar valdir fyrir verkefni sumarsins.
Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum.
Eftirtaldir leikmenn voru boðaðir til áframhaldandi æfinga hjá U18 stúlkna og drengja:
U18 drengja:
Almar Orri Atlasonn · KR
Ágúst Goði Kjartansson · Unibasket, Þýskaland
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir
Daníel Ágúst Halldórsson · Fjölnir
Elías Bjarki Pálsson · Njarðvík
Elvar Máni Símonarson · Fjölnir
Friðrik Leó Curtis · ÍR
Haukur Davíðsson · Hamar
Hákon Helgi Hallgrímsson · Breiðablik
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Jóhannes Ómarsson · Valur
Karl Ísak Birgisson · Fjölnir
Karl Kristján Sigurðarson · Valur
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Orri Már Svavarsson · Tindastóll
Óskar Víkingur Davíðsson · ÍR
Róbert Birmingham · Baskonia, Spánn
Sigurður Rúnar Sigurðsson · Stjarnan
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Þórður Freyr Jónsson · ÍA
U18 stúlkna:
Ása Lind Wolfram · Aþena
Emma Hrönn Hákonardóttir · Fjölnir
Emma Sóldís Hjördísardóttir · Fjölnir
Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir
Stefanía Tera Hansen · Fjölnir
Hekla Eik Nökkvadóttir · Grindavík
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir · Hamar/Þór
Gígja Rut Gautadóttir · Hamar/Þór
Agnes Jónudóttir · Haukar
Jana Falsdóttir · Haukar
Dagbjört Gyða Hálfdánardóttir · Haukar
Rebekka Rut Hjálmarsdóttir · ÍR
Agnes María Svansdóttir · Keflavík
Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík
Krista Gló Magnúsdóttir · Njarðvík
Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir · Stjarnan
Rannveig Guðmundsdóttir · Paterna, Spánn
Ingunn Erla Bjarnadóttir · Valur
Sara Líf Boama · Valur