Keiluþjálfarar fengu góða heimsókn á öflugu námskeiði sem fram fór á Akranesi

Keiluíþróttin hefur fest sig í sessi á Akranesi og nýverið fór fram áhugavert þjálfaranámskeið í aðstöðu Keilufélags Akraness í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Keilusamband Íslands fékk enska þjálfarann Mark Heathorn frá Englandi til að halda námskeið sem er hluti af þjálfaranámskeiðum Keilusambands Evrópu, European Bowling Federation.

Námskeiðið telur sem EBF Level II og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt námskeið fer fram á Íslandi.

Eins og áður segir var aðstaðan hjá Keilufélagi ÍA nýtt undir námskeiðið hjá Mark Heathorn. Það stóð yfir í fjóra daga en alls eru þjálfarastigin hjá EBF þrjú en unnið er að því að bæta við fjórða stiginu í menntun þjálfara í íþróttinni.

Í frétt á heimasíðu Keilusambands Ísland kemur fram að keilusamfélagið hér á landi hafi tvöfaldað fjölda þjálfara sem eru með EBF Level II þjálfaramenntun.

Tveir þjálfarar úr röðum ÍA luku þessu námskeiði, tvíburabræðurnir Magnús Sigurjón og Sigurður Þorsteinn Guðmundssynir

Frá ÍA

Magnús Sigurjón Guðmundsson
Sigurður Þorsteinn Guðmundsson
Frá ÍR

Adam Pawel Blaszczak
Frá KFR

Andri Freyr Jónsson
Katrín Fjóla Bragadóttir
Frá Ösp

Laufey Sigurðardóttir
Sigurður Bjarkason