Akraneskaupstaður fékk fimm tilboð í ræstingar sem voru öll undir kostnaðaráætlun

Ræsting í stofnunum Akraneskaupstaðar eru viðamikið verkefni og nýverið voru opnuð tilboð í ræstingu fyrir tímabilið 2022-2025.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var 162 milljónir kr. en alls bárust 5 tilboð og voru þau öll undir kostnaðaráætlun.

Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda sem er frá Hreint ehf. að fjárhæð 124 milljónir kr.

Eins og áður segir voru tilboðin alls fimm og öll þeirra undir kostnaðaráætlun.

Tilboð Hreint ehf. var 38 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun.

Eftirfarandi fyrirtæki buðu í verkið:

Dagar ehf. – 142,7 milljónir kr.

iClean ehf. – 129,5 milljónir kr.

Hreint ehf. – 124,2 milljónir kr.

Ræstitækni ehf. – 132,5 milljónir kr.

Sólar ehf. – 142,7 milljónir kr.