Menningarstefna Vesturlands 2021-2024 hefur nú verið gefin út
Menningarstefnan er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands. Hún var samþykkt í lok síðasta árs og er í raun endurskoðuð menningarstefna frá árinu 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Menningarstefnan var gefin út með rafrænum hætti og má sjá hana hér fyrir neðan.
Stutt kynningarmyndbönd hafa verið gerð þar sem stefna hvers kafla er kynnt og sýnir hversu fjölbreytt og öflugt menningarstarf er á Vesturlandi.
Skipað var sérstakt fagráð skipuð aðilum frá öllum nema einu sveitarfélaganna á Vesturlandi, auk þess sem fjórir fagaðilar, starfandi í menningartengdum greinum í landshlutanum áttu sæti í ráðinu.
Fagráðið tók sem áður segir ákvörðun um að endurskoða eldri menningarstefnu en með nýjum áherslum.
Lögð væri áhersla á hvernig stefnan myndi þjóna minnihlutahópum á Vesturlandi, t.d. innflytjendum og að áhersla væri lögð á menningartengdar atvinnugreinar í stefnunni. Þá var stefnan mótuð út frá Vesturlandi sem einu menningarsvæði.
Í fagráði menningarstefnu Vesturlands sátu:
Ása Líndal Hinriksdóttir, menningar- og frístundafulltrúi í Hvalfjarðarsveit
Bjarnheiður Jóhannesdóttir, forstöðumaður Eiríksstaða og verkefnastjóri Vínlandsseturs
Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, miðlunarfræðingur, sögufylgja og sagnaþulur á Snæfellsnesi
Eygló Bára Jónsdóttir, kennari og formaður menningarnefndar Grundarfjarðarbæjar
Heiðar Mar Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og framkvæmdastjóri Muninn film
Jóhannes Eyberg, bóndi að Hraunhálsi í Helgafellssveit
Kári Viðarsson, leikari og eigandi Frystiklefans á Rifi
María Neves, starfsmaður atvinnu-, markaðs- og menningarnefndar Borgarbyggðar
Ólafur Páll Gunnarsson, fjölmiðlamaður og formaður menningar- og safnanefndar Akraness
Ragnheiður Valdimarsdóttir, fulltrúi hjá Stykkishólmsbæ og formaður fagráðs Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Sigrún Þormar, starfsmaður Snorrastofu og íbúi tilnefnd af Skorradalshrepp
Sigþóra Óðinsdóttir, myndlistamaður og einn af stofnendum Plan-B Art Festival í Borgarnesi
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi og ferðaþjónustu- og matarfrumkvöðull að Erpsstöðum
Starfsmenn Menningarstefnu Vesturlands voru Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV og Sólveig Ólafsdóttir starfsmaður verkefnisins. Hönnun og útlit stefnunnar var í höndum Muninn kvikmyndagerðar og Aloha markaðsstofu.
Er öllum sem kom að vinnslu og útgáfu Menningarstefnu Vesturlands 2021-2024 færðar þakkir fyrir vel unnin störf.