Miklar breytingar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins – Líf nýr oddviti

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í maí 2022 var samþykktur einróma á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðsfélaga á Akranesi í gær. Uppstillingarnefnd flokksins lagði fram tillögu um röðun á listann og var sú tillaga samþykkt.

Miklar breytingar eru á lista Sjálfstæðisflokksins og Líf Lárusdóttir er nýr oddviti Sjálfsstæðisflokksins á Akranesi.

Sjálfstæðisflokkurinn náði inn fjórum bæjarfulltrúum í síðustu kosningum en þrír af þeim ætla ekki að gefa kost á sér að nýju.

Rakel Óskarsdóttir, sem var oddviti flokksins í síðustu kosningum og Ólafur Adolfsson eru í tveimur neðstu sætum listans og Sandra Sigurjónsdóttir gefur ekki kost á sér. Einar Brandsson skipar annað sætið á listanum en hann hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014. Þórður Guðjónsson skipar fimmta sæti listans en hann hefur verið varamaður í bæjarstjórn.

Eins og áður segir er Líf Lárusdóttir markaðsstjóri í efsta sæti, Einar Brandsson tæknifræðingur í öðru sæti, Guðmundur Ingþór Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá ÞÞÞ er í þriðja sæti og Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkraflutningakona er í fjórða sæti.

Listinn í heild sinni:

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri

Einar Brandsson, tæknifræðingur

G. Ingþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri

Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri

Ragnheiður Helgadóttir, hjúkrunafræðingur

Anna María Þráinsdóttir, verkfræðingur

Einar Örn Guðnason, vélvirki

Bergþóra Ingþórsdóttir, félagsráðgjafi

Guðmundur Júlíusson, tæknimaður

Ella María Gunnarsdóttir, sérfræðingur

Erla Karlsdóttir, deildarstjóri

Daníel Þór Heimisson, bókari

Erla Dís Sigurjónsdóttir, héraðsskjalavörður

Helgi Rafn Bergþórsson, nemandi

Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona

Ólafur Adolfsson, lyfsali

Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri