Gísli skoraði tvö og Steinar eitt í 3-1 sigri Skagamanna gegn Fjölni

Karlalið ÍA í knattspyrnu lék gegn liði Fjölnis úr Grafarvogi í Lengjubikarkeppni KSÍ í gær. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni en lið Fjölnis leikur í næst efstu deild Íslandsmótsins.

Steinar Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu fyrir ÍA og Gísli Laxdal Unnarson kom Skagaliðinu í 2-0 aðeins fimm mínútum síðar.

Baldin Þór Berndsen minnkaði muninn fyrir Fjölnni á 39. mínútu.

Gísli Laxdal var aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann bætti við þriðja marki ÍA og öðru marki sínu í leiknum.

ÍA er í efsta sæti riðilsins með 9 stig eftir 4 umferðir.

Liðið hefur aðeins tapað einum leik, gegn Breiðabliki, en landað sigrum gegn KV og Þór frá Akureyri.

Síðasti leikur ÍA í riðlinum er gegn liði Stjörnunnar þann 14. mars.