Það var líf og fjör í íþróttahúsinu við Vesturgötu um liðna helgi þar sem að Landsbankamótið í badminton fór fram.
Keppendur voru alls 150 og komu þeir frá 9 mismunandi félögum víðsvegar af landinu.
Fjölmargir áhorfendur mættu til að fylgjast með efnilegustu leikmönnum landsins.
Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem að áhorfendur fylltu nánast áhorfendabekkina í íþróttahúsinu við Vesturgötu.