Flottur árangur hjá leikmönnum ÍA á fjölmennu badmintonmóti á Skaganum

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu við Vesturgötu um liðna helgi þar sem að Landsbankamótið í badminton fór fram.

Keppendur voru alls 150 og komu þeir frá 9 mismunandi félögum víðsvegar af landinu.

Fjölmargir áhorfendur mættu til að fylgjast með efnilegustu leikmönnum landsins.

Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem að áhorfendur fylltu nánast áhorfendabekkina í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Verðlaunahafar í U15 tvenndarleik: 1. sæti: Máni Berg Ellertsson ÍA og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH -2. sæti: Stefán Logi Friðriksson og Lena Rut Gígja BH.
Verðlaunahafar í U-11 ára: sæti: 1. sæti: Davíð Logi Atlason ÍA – 2. sæti: Hilmar Karl Kristjánsson BH.
Verðlaunahafar í U15 A-flokki: 1. sæti: Máni Berg Ellertsson ÍA- 2. sæti: Eggert Þór Eggertsson TBR.
Verðlaunahafar í einaliðaleik U15 B: 1. sæti: Samin Saryi Feria Escobedo KR – 2. sæti: Davíð Logi Heiðarsson ÍA.
Verðlaunahafar í U15 B auka flokkur. 1. sæti: Hafdís María Arnórsdóttir ÍA – 2. sæti: Snædís Anna Heimisdóttir TBR.