Bæjarstjórn leiðréttir mistök – Björn nýr varamaður í bæjarstjórn

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í dag að Björn Guðmundsson verði varamaður í bæjarstjórn Akraness í stað Ásu Katrínar Bjarnadóttur sem býr erlendis vegna náms.

Fram kemur í fundargerð að fyrir rmistök í stjórnsýslunni hafði Margrét Helga Isaksen áður verið samþykk sem varamaður.

„Björn var ofar á samþykktum framboðslista Samfylkingarinnar við sveitarstjórnarkosningarnar 2018 vegna tímabilsins 2018 til og með 2022 og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessu,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar frá því í dag.