Guðmundur og Snæfríður Íslandsmeistarar í keilu öldunga 2022

Guðmundur Sigurðsson frá ÍA og Snæfríður Telma Jónsson frá ÍR eru Íslandsmeistarar 2022 í öldungaflokki í keilu.

Úrslitin á Íslandsmóti öldunga réðust í gær þar sem þrír efstu háðu úrslitakeppni.

Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur fagnar þessum Íslandsmeistaratitli. Hann hefur nú jafnað við Rögnu Matthíasdóttur sem vann þetta mót einnig þrisvar sinnum á sínum glæsta keiluferli. Snæfríður Telma er að vinna þetta mót í fyrsta sinn.

Í karlaflokki mættust í úrslitunum Þórarinn Már Þorbjörnsson úr ÍR sem leiddi mótið í gegn um forkeppnina og undanúrslit og Sveinn Þrastarson úr KFR.

Fyrirkomulag úrslitanna er eins og í öðrum Íslandsmótum einstaklinga, efstu 3 leika einn leik og dettur sá með lægst skorið út og hinir tveir leika um titilinn. Sveinn varð í 3. sæti mótsins og þar af leiðandi Þórarinn í því öðru.

Hjá konum varð það Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem varð í 3. sæti en hún leiddi keppnina fram að úrslitum. Í öðru sæti varð Bára Ágústsdóttir úr ÍR.

Nánar á vef Keilusambands Íslands.