Ragnar, Liv, Sædís og Magni skipa efstu sætin á lista Framsóknar og frjálsra

Ragnar Baldvin Sæmundsson skipar efsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins og Frjálsra sem mun bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í maí á þessu ári.

Listinn var kynntur í kvöld en talsverðar breytingar eru á framboðslistanum frá því sem var fyrir fjórum árum.

Ragnar Baldvin tekur við oddvitasætinu af Elsu Láru Arnardóttur sem skipar 7. sæti listans. Ragnar Baldvin var í öðru sæti listans í síðustu kosningum og Liv Åse Skarstad var í þriðja sæti listans fyrir fjórum árum.

Framsókn og frjálsir hafa verið í meirihluta með Samfylkingunni undanfarin fjögur ár í bæjarstjórn Akraness.

Ragnar, Liv, Elsa Lára, Ellert Jón Björnsson og Þröstur Karlsson eru þau einu sem eru á listanum í ár sem voru einnig í framboði fyrir fjórum árum. Aðrir á listanum eru því ný í framboði fyrir Framsókn og frjálsa.

  1. Ragnar Baldvin Sæmundsson – Verslunarmaður og bæjarfulltrúi.
  2. Liv Åse Skarstad – Verkefnastjóri.
  3. Sædís Alexía Sigurmundsdótir – Verkefnastjóri.
  4. Magni Grétarsson – Magni Grétarsson – Byggingatæknifræðingur.
  5. Aníta Eir Einarsdóttir – Hjúkrunarnemi.
  6. Guðmann Magnússon – Löggildur áfengis – og vímuefnaráðgjafi.
  7. Elsa Lára Arnardóttir – Aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi.
  8. Ellert Jón Björnsson – Fjármálastjóri.
  9. Martha Lind Róbertsdóttir – Forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðra.
  10. Róberta Lilja Ísólfsdóttir – Lögfræðinemi og knattspyrnukona.
  11. Monika Gróska – Verslunarmaður.
  12. Jóhannes Geir Guðnason – Birgðastjóri, viðskiptafræðingur.
  13. Sigrún Ágústa Helgudóttir – þjónusturáðgjafi.
  14. Eva Þórðardóttir – Stuðningsfulltrúi, tækniteiknari.
  15. Sigfús Agnar Jónsson – Vélfræðingur, vaktstjóri.
  16. Þórdís Eva Rúnarsdóttir – Framhaldsskólanemi.
  17. Þröstur Karlsson – Vélstjóri.
  18. Gestur Sveinbjörnsson – Eldriborgari og fyrrum sjómaður.