Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark danska liðsins FCK í gær þegar liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Hollandi.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, UEFA Conference League.
Síðari leikurinn fer fram í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 17 mars
Ísak Bergmann hefur ekki verið í leikmannahóp FCK að undanförnu en hann nýtti tækifærið vel í gær þegar hann skoraði markið á 6. mínútu. Hann lék í rúmlega 60 mínútur áður en hann fór af leikvelli.