Hátónsbarkakeppni Arnardals og grunnskólanna á Akranesi fór fram í gær í Tónbergi í Tónlistarskóla Akraness.
Áhorfendabekkir Tónbergs voru troðfullir og skemmtu áhorfendur sér vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brekkubæjarskóla.
Viktoría Hrund Þórisdóttir nemandi í 10. bekk stóð uppi sem sigurvegari og er Hátónsbarki Akraness 2022. Hún flutti lagið Stay eftir söngkonuna Rihanna.
Sylvía Þórðardóttir nemandi í 10. bekk í Grundaskóla varð í öðru sæti en hún söng lagið Aint No Mountain High Enough.
Viktoría Hrund og Sylvía verða fulltrúar Arnardals í Vesturlandskeppni Samfés.
Adda Steina Sigþórsdóttir nemandi í 10. bekk mun spila á píanó með Viktoríu en hún forfallaðist í gærkvöldi.