Gert ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum í nýju aðalskipulagi sem samþykkt var í gær

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær endurskoðað aðalskipulag Akraness fyrir tímabilið 2021-2033.

Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í landi Óslands-Kirkjutungu sem nú er innan lögsögumarka Hvalfjarðarsveitar. Tillagan er sett fram að þessu leyti með fyrirvara um endanlegt samþykki Hvalfjarðarsveitar og staðfestingu ráðherra á breyttum sveitafélagamörkum.

„Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í landi Óslands-Kirkjutungu sem nú er innan Hvalfjarðarsveitar. Tillagan er sett fram að þessu leiti með fyrirvara um endanlegt samþykki Hvalfjarðarsveitar og staðfestingu ráðherra á breyttum sveitafélagamörkum.“

Í fundargerð Bæjarstjórnar frá því i gær kemur fram að vinnslutillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness var kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum m.a. með kynningarbæklingi, sem dreift var á Akranesi í desember 2021 og á almennum kynningarfundi 16. desember 2021.

Samþykki bæjarstjórnar Akraness er með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á breyttum sveitarfélagamörkum Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar í landi Óslands-Kirkjutungu og staðfestingu innviðaráðherra á breytingunni.

Fylgiskjöl: