Tvö tilboð bárust í uppsteypu og ytri frágang á nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka

Tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð í stórt verkefni á vegum Akraneskaupstaðar við nýtt íþróttamannvirki við Jaðarsbakka.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar í uppsteypu og ytri frágang í íþróttahúsinu hljóðaði upp á tæplega 1.090 milljónir kr. eða tæplega 1,1 milljarð kr.

Tilboðin voru opnuð þann 7. mars á fundi Skipulags – og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar.

Bæði tilboðin sem bárust eru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun.

Það lægra er rétt rúmlega 10% yfir kostnaðaráætlun og það hærra var um 25% yfir kostnaðaráætlun.

Fyrirtækið Flotgólf bauð rétt rúmlega 1200 milljónir kr. í verkið sem er um 125 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun.

Nánar um fyrirtækið Flotgólf hér.

Fyrirtækið Alefli ehf. bauð rétt rúmlega 1450 milljónir kr. í verkið sem er um 363 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun.

Skipulags – og umhverfisráð samþykkti á fundinum að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

FyrirtækiUppæðMismunur%
Alefli ehf.1,450,711,420+ 362,960,935+ 25%
Flotgólf1,212,375,246+ 124,624,761+ 10,3%
Kostnaðaráætlun1,087,750,485
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/12/jadarsbakkasvaedid-gaeti-litid-svona-ut-i-framtidinni/