Þrír fyrrum leikmenn ÍA valdir í A-landsliðshóp karlalandsliðs KSÍ

Þrír fyrrum leikmenn úr röðum ÍA voru í dag valdir í 23 manna A-landsliðshóp karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Arnar Þór Viðarsson er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarinn er Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ísland mætir Finnlandi þann 26. mars í Murcia á Spáni og þann 29. mars gegn Spáni í La Coruna.

Leikmennirni þrír sem hafa verið hjá ÍA eru Stefán Teitur Þórðarson, Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Hópurinn:

Rúnar Alex Rúnarsson – OH Leuven – 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland – 4 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking FK
Alfons Sampsted – Bodo/Glimt – 8 leikir
Guðmundur Þórarinsson – AaB – 12 leikir
Atli Barkarson – SonderjyskE – 2 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason – Valerenga – 10 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermansson – Pisa – 25 leikir, 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson – FCK – 10 leikir, 1 mark
Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 105 leikir, 14 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen – IF Elfsborg – 10 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson – Genoa – 29 leikir, 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – 16 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson – Slask Wroclaw – 5 leikir
Aron Elís Þrándarson – OB – 8 leikir
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 7 leikir, 1 mark
Andri Fannar Baldursson – FCK – 8 leikir
Arnór Sigurðsson – Venezia – 16 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid Castilla – 6 leikir, 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason – Lecce – 7 leikir
Arnór Ingvi Traustason – New England Revolution – 43 leikir, 5 mörk
Jón Daði Böðvarsson – Bolton Wanderers – 62 leikir, 4 mörk
Hörður Björgvin Magnússon – CSKA – 36 leikir, 2 mörk