Einn fyrrum leikmaður ÍA valinn í U-21 árs landslið KSÍ – tveir leikir á dagskrá í mars

Einn fyrrum leikmaður ÍA er í U-21 árs karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem leikur gegn Portúgal og Kýpur í undankeppni EM 2023 Davíð Snorri Jónasson, er þjálfari liðsins, en leikið verður gegn Portúgal og Kýpur í lok mars.

Leikirnir fara báðir fram ytra, sá fyrri á Estadio Municipal de Portimao í Portúgal þann 25. mars og síðari á Ethnikos Achnas á Kýpur 29. mars.

Ísland er í fjórða sæti riðilsins eftir fimm leiki á meðan Portúgal er í því efsta og Kýpur í því þriðja.

Bjarki Steinn Bjarkason, fyrrum leikmaður ÍA, er í hópnum en hann er fæddur árið 2000 og lék um nokkurra ára skeið með ÍA eftir að komið á Skagann frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Bjarki Steinn var keyptur frá ÍA til ítalska liðsins Venezia í Feneyjum. Hann gerði nýverið nýjan samning við félagið sem gildir út leiktíðina 2024.

Um þessar mundir leikur hann með Catanzaro sem lánsmaður.Catanzaro er í þriðju efstu deild á Ítalíu og er staðsett í borginni Catanzaro á suðurhluta Ítalíu.

Hópurinn

Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg

Adam Ingi Benediktsson – IFK Göteborg

Brynjólfur Andersen Willumsson – Kristiansund BK

Kolbeinn Þórðarson – Lommel SK

Ísak Óli Ólafsson – Esbjerg fB

Bjarki Steinn Bjarkason – Catanzaro

Ágúst Eðvald Hlynsson – Valur

Valgeir Lunddal Friðriksson – Häcken

Logi Tómasson – Víkingur R.

Róbert Orri Þorkelsson – CF Montreal

Sævar Atli Magnússon – Lyngby

Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R.

Kristall Máni Ingason – Víkingur R.

Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax

Stefán Árni Geirsson – KR

Dagur Dan Þórhallsson – Breiðablik

Karl Friðleifur Gunnarsson – Víkingur R.

Valgeir Valgeirsson – HK

Jóhann Árni Gunnarsson – Stjarnan

Logi Hrafn Róbertsson – FH