Einn leikmaður úr röðum ÍA valinn í U-19 ára karlalandslið KSÍ – þrír leikir í mars

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, keppir í lok mars í milliriðlum í undankeppni EM 2022. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, hefur valið hópinn fyrir leikina sem eru framundan og er einn leikmaður úr röðum ÍA í hópnum.

Guðmundur Tyrfingsson, sem er fæddur árið 2003, er í hópnum en hann gekk til liðs við ÍA í lok tímabilsins árið 2020 frá liði Selfoss.

Ísland er í riðli með Georgíu, Króatíu og Rúmeníu, en leikið er í Króatíu dagana 23.-29. mars.

Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppni EM 2022 sem haldin verður í Slóvakíu 18. júní – 1. júlí.

Hópurinn

Andi Hoti – Afturelding

Anton Logi Lúðvíksson – Breiðablik

Hlynur Karlsson – Bologna

Lúkas Logi Heimisson – Empoli

Orri Steinn Óskarsson – FCK

Danijel Dejan Djuric – FC Midtjylland

Arnar Númi Gíslason – Fjölnir

Kjartan Kári Halldórsson – Grótta

Lúkas Jóhannes Petersson – Hoffenheim

Guðmundur Tyrfingsson – ÍA

Sveinn Gísli Þorkelsson – ÍR

Adolf Daði Birgisson – Stjarnan

Ísak Andri Sigurgeirsson – Stjarnan

Óli Valur Ómarsson – Stjarnan

Þorsteinn Aron Antonsson – Stjarnan

Hilmir Rafn Mikaelsson – Venezia

Jakob Franz Pálsson – Venezia

Kristófer Jónsson – Venezia

Ari Sigurpálsson – Víkingur R.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson – Wolverhampton Wanderers