Íslandsmót einstaklinga í keilu fer fram þessa dagana í Egilshöll í Reykjavík. Leikmenn úr röðum ÍA eru framarlega í flokki á þessu móti.
Ísak Birkir Sævarsson gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í flokki 17-18 ára pilta. Skagamaðurinn náði 1423 pinnum í 6 leikjum í leik í milliriðli Íslandsmótsins.
Hann leikur til úrslita í dag, þriðjudaginn 22. mars en þar á ÍA tvo keppendur, Ísak Birki og Magnús Sigurjón Guðmundsson.