Langveika stúlku langar að láta draum sinn rætast – þú getur tekið þátt og sýnt stuðning í verki

Þuríður Óskarsdóttir, sem á ættir að rekja á Akranes, hefur átt sér þann draum að fara til London í útskriftarferð sem nemandi Fjölbrautaskóla Breiðholts. Veikindi Þuríðar hafa sett strik í reikninginn og á undanförnum vikum hefur reynt á baráttuþrek Þuríðar sem er með æxli í heila.

Faðir Þuríðar er Óskar Guðbrandsson, fyrrum sundkappi úr ÍA, og systkini Óskars eru flest búsett á Akranesi ásamt fjölskyldum sínum.

Föðurafi – og föðuramma Þuríðar, Guðbrandur og Þuríður eru einnig búsett á Akranesi.

Áslaug Ósk Hinriksdótir, móðir Þuríðar, skrifaði eftirfarandi pistil á fésbókarsíðu sína þar sem hún óskar eftir stuðningi úr nærsamfélaginu til þess að láta draum Þuríðar rætast. Pistil Áslaugar má lesa hér fyrir neðan.

Sæl veriði öll.

Ég hef ákveðið að kyngja stolltinu eins mikið og það er erfitt og leita til ykkar.
Stærsta ástæða Þuríðar Örnu þegar hún valdi starfsbrautina í FB var að hún heyrði að þau færu alltaf til London í útskriftarferð. Hún elskar ekkert meira en London en kanski er stóra ástæðan Mama mia og svo Harry potter safnið.

Ég hef ekki tölu á því hvað hún hefur horft á myndina mama mia oft, farið 2x á sýninguna í London, 2x í Borgarleikhûsinu og einu sinni hjá Versló en þangað ætlaði hún svo sannarlega í þriðja sinn í útskriftarferðinni sinni og næsti draumur a Harry potter safnið en hun er mikill aðdáandi þess.

Síðan hún byrjaði í FB þá hefur hún talið niður í útskrift svona án gríns – í fjögur ár hefur henni hlakkað endalaust mikið til. Jú það á líka að vera stór veisla 27.maí þegar hún útskrifast sem hún mun allan daginn fá en hún er nánast búin að vera búin að undirbua hana líka frá því hún byrjaði í FB 😊 Þvî miður þá mun starfsbrautin ekki fara til London í útskriftarferð þetta árið en mér finnst ég ekki geta tekið þann draum af henni. Lífið er nógu erfitt fyrir.

Einsog allir (flestir) vita þá gengur ekkert rosalega vel veikindalega séð hjá henni – við höfum ekki hugmynd um hvernig næstu mánuðir munu þróast hjá Þuríði okkar og eins sárt/erfitt og mér finnst að skrifa það þá getur það verið mjög svart.

Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að láta þennan draum hennar verða að veruleika og ég ætla mér það. Ég get ekki farið ein með henni svo ég þyrfti aðstoðarkonu (komin með) með mér þar sem Þuriður Arna getur ekki hlaupið á milli lesta heldur væri hún í hjólastól og þá er aðeins dýrara líka að ferðast á milli (leigubílar í allt). Svona ferð er dáltið dýr þar sem við borgum allt fyrir okkar aðstoðarkonu plus Þuríði Örnu og mig.

Ég get reynt að fara í feita fjáröflun en ég hef bara ekki orku né getu í það svo mig langaði að ath hvort þið gætuð aðstoðað mig að lata þennan draum hennar verða að veruleika? Hvort þið gætuð styrkt hana og ef hún safnar meira en hún þarf fyrir þessari ferð þá myndi hún “pay it forward” við einhvern annan. Þá myndi hún leyfa öðrum að njóta sem ætti sér líka draum – einhvern í hennar félagi SkB (Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna) sem væri þá valin af hennar teymi eða okkur, hvort sem það væri fyrir ferð eða uppí hana.

Ef þú vilt hjálpa mér þá er reikningsnr. hennar
525-14-102022 og kt. 200502-2130.
IBAN nr. IS580525141020222005022130
Með von um góðar undirtektir og ef þið langar að deila þá er færslan opin.
Áslaug Ósk