Ísak Birkir er í fremstu röð á landsvísu í keiluíþróttinni – sjötti á Íslandsmótinu

Ísak Birkir Sævarsson úr Keilufélagi ÍA er í fremstu röð í íþróttinni á landsvísu. Skagamaðurinn endaði í sjötta sæti á Íslandsmóti einstaklinga sem lauk í gær í Egilshöll.

Hafþór Harðarson og Linda Hrönn Magnúsdóttir, bæði úr ÍR, sem urðu Íslandsmeistarar.

Þrír efstu karl- og kvennkeilararnir komust í úrslit mótsins eftir forkeppni og milliriðil.

Þetta er annað árið í röð þar sem að Hafþór fagnar þessum titli og í sjötta sinn alls. Linda Hrönn hefur aldrei áður fagnað Íslandsmeistaratitlinum í einstaklingskeppni. Linda er elsti keppandinn sem hefur fagnað þessum titli en hún er á 63. aldursári.