Leikstjórinn ánægður með nemendur FVA í söngleiknum Útfjör sem frumsýndur var í kvöld í Bíóhöllinni

Leiklistahópurinn Halli Melló úr FVA hefur á undanförnum vikum verið að æfa söngleikinn Útfjör.

Hér má sjá viðtal við Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra rétt áður en að söngleikurinn var frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi.

Söngleikurinn er byggður á teiknimyndasögunni Alison Bechdel þar sem að fjallað er um lífshlaup hennar.

Þýðing á verkinu er eftir Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Einar Aðalsteinsson.

Útfjör er grátbroslegt fjölskyldudrama, verk sem er byggt á endurminningum Alison Bechdel, en við hana er kennt próf sem notað er til að greina bíómyndir út frá kynjajafnrétti.

Prófið gengur út á að meta hvort í kvikmynd séu a.m.k. tvær konur sem eru nafngreindar persónur; að tvær konur eigi vitrænt samtal í myndinni; og það sé ekki um stráka.

Furðu fáar myndir uppfylla þessi skilyrði.

Hér má sjá viðtal við Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra sem Skagafrettir.is tóku í dag.

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/01/24/songleikurinn-utfjor-verdur-frumsyndur-i-lok-mars-a-fjolum-biohallarinnar/