Á næstu vikum mun fyrirtækið Jarðyrkja ehf. hefja framkvæmdir við lokafrágang á lóð við nýjan leikskóla sem er í byggingu við Asparskóga 25.
Nýverið var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Jarðyrkju ehf. um lóðafrágang. Fyrirtækið átti lægsta tilboð sem hljóðaði upp á rétt tæplega 112 milljónir kr.
Verklok eru áætluð haustið 2022. Skólalóðin er um 3000 fermetrar og verður hún að hluta til ofan á suðurálmu hússins.
Nýi leikskólinn mun fá nafnið Garðasel
Starfsemi núverandi Garaðsels verður flutt í nýja húsnæðið þegar byggingin verður tilbúinn.
Alls verða sex deildir á leikskólanum og er möguleiki að bæta við tveimur deildum til viðbótar.
Leikskólinn Garðasel í Skógarhverfi verður um 1550 fermetrar en byggingin er á 2 hæðum
Til samanburðar er gólfflöturinn í íþróttasalnum við Jaðarsbakka um 800 fermetrar.