Keppendur úr röðum ÍA náðum frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór um s.l. helgi.
Mótið fór fram í aðstöðu TBR í Reykjavík.
Leikmenn úr röðum ÍA lönduðu alls 7 Íslandsmeistaratitlum og einum gullverðlaunum í U11 B.
Máni Berg Ellertsson varð þrefaldur Íslandsmeistari U15.
Guðrún Margrét Halldórsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari Í tvíliða- og tvenndarleik og varð í öðru sæti í einliðaleik í U-11 ára flokki.
Davíð Logi Atlason varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U11 og í öðru sæti í einliða- og tvenndarleik U11.
Arnar Freyr Fannarsson varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U15.
Andri Viðar Arnarsson sigraði í einliðaleik U11 B.
Tinna María Sindradóttir varð í öðru sæti í einliðaleik U11 B.
Öll úrslit mótsins eru eru hér: