Keppendur úr röðum ÍA náðum frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór um s.l. helgi.
Mótið fór fram í aðstöðu TBR í Reykjavík.

Leikmenn úr röðum ÍA lönduðu alls 7 Íslandsmeistaratitlum og einum gullverðlaunum í U11 B.
Máni Berg Ellertsson varð þrefaldur Íslandsmeistari U15.
Guðrún Margrét Halldórsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari Í tvíliða- og tvenndarleik og varð í öðru sæti í einliðaleik í U-11 ára flokki.
Davíð Logi Atlason varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U11 og í öðru sæti í einliða- og tvenndarleik U11.
Arnar Freyr Fannarsson varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U15.
Andri Viðar Arnarsson sigraði í einliðaleik U11 B.
Tinna María Sindradóttir varð í öðru sæti í einliðaleik U11 B.
Öll úrslit mótsins eru eru hér:


Davíð Logi Atlason (ÍA) og Júlía Marín Helgadóttir fengu silfurverðlaun.



Rebekka Rún Magnúsdóttir og Þórdís Edda Pálmadóttir fengu silfurverðlaun.

Silfurverðlaun fengur þeir Rúnar Gauti Kristjánsson og Úlfur Þórhallson

Birnir Hólm Bjarnason og Hilmar Karl Kristjánsson fengu silfurverðlaun.




