Keppendur úr röðum ÍA voru sigursælir á Íslandsmóti unglinga í badminton

Keppendur úr röðum ÍA náðum frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór um s.l. helgi.

Mótið fór fram í aðstöðu TBR í Reykjavík.

Leikmenn úr röðum ÍA lönduðu alls 7 Íslandsmeistaratitlum og einum gullverðlaunum í U11 B.

Máni Berg Ellertsson varð þrefaldur Íslandsmeistari U15.

Guðrún Margrét Halldórsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari Í tvíliða- og tvenndarleik og varð í öðru sæti í einliðaleik í U-11 ára flokki.

Davíð Logi Atlason varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U11 og í öðru sæti í einliða- og tvenndarleik U11.

Arnar Freyr Fannarsson varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U15.

Andri Viðar Arnarsson sigraði í einliðaleik U11 B.

Tinna María Sindradóttir varð í öðru sæti í einliðaleik U11 B.

Öll úrslit mótsins eru eru hér:

Guðrún Margrét Halldórsdóttir (ÍA) og Erik Valur Kjartansson Íslandsmeistarar í U-11 ára tvenndarleik.
Davíð Logi Atlason (ÍA) og Júlía Marín Helgadóttir fengu silfurverðlaun.
Máni Berg Ellertsson varð þrefaldur Íslandsmeistari U15.
Máni Berg Ellertsson og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir Íslandsmeistarar í tvenndarleik unglinga U15 ára. Lena Rut Gígja og Stefán Logi Friðriksson fengu silfurverðlaun.
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir og Guðrún Margrét Halldórsdóttir Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í U-11 ára flokki.
Rebekka Rún Magnúsdóttir og Þórdís Edda Pálmadóttir fengu silfurverðlaun.
Máni Berg Ellertsson (ÍA) og Arnar Freyr Fannarsson (ÍA) Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í U-15 ára flokki.
Silfurverðlaun fengur þeir Rúnar Gauti Kristjánsson og Úlfur Þórhallson
Erik Valur Kjartansson og Davíð Logi Atlason (ÍA) Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í U-11 ára flokki.
Birnir Hólm Bjarnason og Hilmar Karl Kristjánsson fengu silfurverðlaun.
Máni Berg Ellertsson (ÍA) Íslandsmeistari í einliðaleik U-15 ára og Stefán Logi Friðriksson sem fékk silfurverðlaun.
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir Íslandsmeistarsi í einliðaleik U-11 B og Tinna María Sindradóttir (ÍA) sem fékk silfurverðlaun.
Andri Viðar Arnarsson (ÍA) Íslandsmeistari í einliðaleik í U-11 B flokki en Fayiz Khan fékk silfurverðlaun.
Erik Valur Kjartansson Íslandsmeistari í einliðaleik í U-11 ára flokki og Davíð Logi Atlason (ÍA) sem fékk silfurverðlaun.
Júlía Marín Helgadóttir Íslandsmeistari í einliðaleik í U-11 ára flokki og Guðrún Margrét Halldórsdóttir (ÍA) sem varð önnur.