Kór Akraneskirkju verður með „opið hús“ á næstu æfingu kórsins, þriðjudaginn 29. mars.
Æfingin fer fram í Vinaminni.
Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að allir áhugasamir séu velkomnir og sérstaklega þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við kórinn.
Kaffi, konfekt, fræðsla um kórstarfið og skemmtileg tónlist í boði.
Æfingin hefst eins og áður segir kl. 19:30 og stendur til 21:30.