Akraneskaupstaður styður áfram við framleiðslu „Að Vestan“ á N4

Bæjarrráð Akraness hefur samþykkt að greiða 500.000 kr. fyrir þátttöku í þáttunum „Að Vestan“ sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni N4. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi bæjarráðs.

Þættirnir „Að Vestan“ hafa notið mikilla vinsælda – en þættirnir eru hugarfóstur Heiðars Mars Björnssonar og Hlédís Sveinsdóttir hefur verið í stjórnendahlutverki þáttanna á undanförnum misserum.

Heiðar Mar og Hlédís eru bæði búsett á Akranesi og hafa komið að framkvæmd að ýmsum viðburðum og framleiðslu á undanförnum árum.

Bæjarráð samþykkti styrkveitinguna eins og áður segir samtals að fjárhæð kr. 500.000 til þáttagerðar sjónvarpstöðvarinnar N4 vegna þáttarins „Að vestan“.