Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 hafa uppsjávarskip landað tæplega 39 þúsund tonnum í Akraneshöfn. Þar að auki hafa rúmlega 2 þúsund tonn af hrognum farið í gegnum vinnslu á Akranesi.
Fyrsta löndunin á þessu ári var 11. janúar þegar Venus NS 15 kom með um 2 þúsund tonn af loðnu á Akranes.
Til samanburðar þá þarf að fara allt aftur til ársins 2012 til þess að finna betri loðnuvertíð á Akranesi. Árið 2021 var landað um 44 þúsund tonnum af loðnu og hrognum á Akranesi.
Eftir fyrstu þrjá mánuði ársins er búið að landa 38.965.521 kg. af loðnu og hrognin eru 2.156.134 kg, samtals: 41.121.655 kg.