Arion Banki sér um bankaþjónustu Akraneskaupstaðar til næstu fimm ára

Akraneskaupstaður óskaði í byrjun ársins eftir tilboðum í bankaþjónustu fyrir Akraneskaupstað og stofnanir hans fyrir tímabilið 1. maí 2022 til 30. apríl 2027.

Um er að ræða öll bankaviðskipti önnur en langtímalán. Þau viðskipti sem óskað er eftir tilboðum í, eru innlánsviðskipti á tékkareikningi og útlánsviðskipti svo sem yfirdráttur á bankareikningi, ýmis þjónustugjöld vegna innheimtu og aðgangur að fyrirtækjabanka.

Arion Banki, Íslandsbanki og Landsbanki lögðu inn tilboð.

Föstudaginn 11. mars voru tilboðin opnuð og bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að taka hagstæðasta tilboði bjóðenda sem eftir nánari skoðun, leiðréttingu á útreikningi í samræmi við tilboð og samkvæmt skilmálum útboðsins, er Arion Banki hf.

Arion Banki var með útibú á Akranesi til margra ára en útibúinu var loka árið 2009. Íslandsbanki og Landsbankinn eru með útibú á Akranesi.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

  1. Arion Banki hf., kr. 53.100.000 (tekjur)
  2. Íslandsbanki hf., kr. 36.909.500 (tekjur)
  3. Landsbanki hf., kr. 35.727.500 (tekjur)