Besta aprílgabb sögunnar? – Akraneslistinn hvetur Akurnesinga til að taka þátt í kosningunum

Eins og áður hefur komið fram á Skagafréttir þá tilkynnti öflugur hópur Skagamanna um nýtt framboð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2022.

Akraneslistinn var kynntur til sögunnar með talsverðum tilþrifum þann 1. apríl 2022. Og með gjörningnum setti Akraneslistinn ný viðmið í aprílgabbi á Akranesi.

Hér má sjá tilkynningu frá Akraneslistanum.

Við sem stöndum að Akraneslistanum þökkum stuðninginn – símtölin – jákvæðu kommentin, heimsóknirnar á Báruna brugghús og öll skemmtilegheitin í dag.

Það er gaman að gera skemmtilegt og það er mikilvægt að hafa gaman.

Annars er svo leiðinlegt.

Öllu gamni fylgir alvara.

Lífið er alvarlegt en líka hrikalega skemmtilegt.

Höfum gaman og gerum skemmtilegt, Áfram Akranes!