Klifurfélag ÍA fær hærri rekstrarstyrk frá Akraneskaupstað

Klifurfélag ÍA hefur á undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð á landsvísu og nýverið fagnaði Sylvía Þórðardóttir Íslandsmeistaratitli í unglingaflokki.

Klifurfélagið hefur byggt upp aðstöðu í húsnæði á Smiðjuvöllum þar sem að fjölbreytt afþreying er í boði fyrir þá sem þangað koma.

Nýverið óskaði Klifurfélagið eftir rekstrarstyrkur Akraneskaupstaðar til félagsins yrði hækkaður.

Bæjarráð tók vel í þá ósk og hefur samþykkt að rekstrarsamningur við Klifurfélag ÍA verði hækkaður úr kr. 190.050 í kr. 210.259 pr. mánuð.