Yfirkjörstjórn Akraness fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí hefur verið skipuð.
Bæjarstjórn Akraness samþykkti tillögur frá oddvitum þeirra þriggja framboða sem verða á kjörseðlinum.
Aðalfulltrúar eru þau: Geir Guðjónsson (S-Samfylkingin), Valdimar Axelsson (D-Sjálfstæðisflokkur)
Karitas Jónsdóttir (B-Framsókn og frjálsir).
Varafulltrúar eru þau: Ingibjörg Valdimarsdóttir (S-Samfylkingin), Brynjar Sigurðsson (D-Sjálfstæðisflokkur), Hlini Baldursson (B-Framsókn og frjálsir).
Ný kosningalög sem tóku gildi nýverið og eru talsvert strangari reglur en áður voru í gildi hvað varðar hæfi kjörstjórnarmanna.
Yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar árið 2018 var þannig skipuð:
Hugrún Olga Guðjónsdóttir formaður, Einar Gunnar Einarsson og Björn Kjartansson.