Sjáðu fögnuð Skagamanna – sterk byrjun á Íslandsmótinu gegn Stjörnunni

Karlalið ÍA í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu 2022 í kvöld þegar liðið mætti Stjörnunni á gervigrasvelli félagsins í Garðabæ.

Mikil og góð stemning var á leiknum og stuðningsmenn ÍA stóðu stóðu sig frábærlega – og sjóðheit andrúmsloft sem einkenndi lok síðasta tímabils er enn til staðar.

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði fyrsta mark ÍA í Bestu deildinni 2022 eftir frábæran undirbúning varnarmannsins Alexander Davey.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Stjörnumenn jöfnuðu strax í upphafi síðari hálfleiks og komust í 2-1 þegar um hálftími var eftir.

Færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leo i Bartalsstovu jafnaði metin fyrir ÍA rétt fyrir leikslok og niðurstaðan var 2-2 jafntefli.

Sterk byrjun á Íslandsmótinu hjá ÍA og gefur tóninn fyrir fyrsta heimaleikinn gegn Íslands – og bikarmeistaraliði Víkings úr Reykjavík.

Alexander Davey meiddist illa í upphafi síðari hálfleiks og var hann borinn af velli – en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Skagmaðurinn Oliver Stefánsson, sem er í láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping, lék á miðjunni í fyrri hálfleik og stóð sig vel í þær 45 mínútur sem hann lék.

Ánægjulegt að sjá Oliver á ný í gula búningnum – en hann hefur átt við erfið meiðsli og veikindi að stríða en er á góðum batavegi og mun auka við álagið þegar líða tekur á tímabilið.

Myndasafn á ljósmyndavef Skagafrétta / safnið verður uppfært– smelltu hér.