Myndasyrpa: Útskriftarnemar fara á kostum í söngleik á fjölum Grundaskóla

Söngleikurinn Hunangsflugur og Villikettir verður í aðalhlutverki hjá kraftmiklum nemendum úr 10. bekk Grundaskóla næstu dagana.

Nemendur úr árgangi 2006, sem útskrifast úr grunnskóla í vor, hafa á undanförnum vikum lagt sál sína í æfingar fyrir frumsýninguna sem fer fram í kvöld, fimmtudaginn 21. apríl.

Hunangsflugur og Villikettir er kveðjuverkefni árgangs 2006 sem kveður Grundaskóla í vor.

Söngleikurinn er nánast jafnaldri þeirra sem standa á sviðinu í þessum skemmtilega söngleik sem frumsýndur var árið 2005 á fjölum Grundaskóla.

Söngleikurinn er „beint af býli“ en þrír þaulreyndir kennarar úr röðum skólans sömdu verkið – Flosi Einarsson, Einar Viðarsson og Gunnar Sturla Hervarsson.

Skagafréttir fengu að upplifa síðustu æfinguna fyrir frumsýninguna, „generalprufuna“ og hér fyrir neðan eru hlekkir á myndasyrpu frá þeirri sýningu.

Miðasalan er í fullum gangi í skólanum , og er hægt að borga með greiðslukorti.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá skagafrettir.is

Sýningar:

Fimmtudagur 21. apríl 20:00 – frumsýning
Föstudagur 22. apríl 20:00
Sunnudagur 24. apríl 15:00
Mánudagur 25. apríl 20:00
Þriðjudagur 26. apríl 20:00
Fimmtudagur 28. apríl 20:00
Föstudagur 29. apríl 20:00