Hrönn nýr formaður ÍA – ÞÞÞ fékk fyrstu samfélagsviðurkenningu bandalagsins



Ársþing ÍA, það 78. frá upphafi, fór fram mánudaginn 25. apríl og þar kom fram að ÍA rekstur bandalagsins gekk vel en ÍA skilaði rúmlega 5 milljóna kr. hagnaði. Það skýrist að mestu að starfssemi á síðasta ári var skert vegna heimsfaraldurs.

Hrönn Ríkharðsdóttir er nýr formaður Íþróttabandalags Akraness og tekur hún við keflinu af Marellu Steinsdóttur sem hefur verið formaður undanfarin fjögur ár. Hrönn var áður varaformaður ÍA.

Í fyrsta skipti voru afhent samfélagsviðurkenning, er það viðurkenning og þakkir til fyrirtækis sem styðja vel við bakið á íþróttafélögum og Íþróttabandalagið.

Fyrsta fyrirtækið sem tók við þessum þakkar verðlaunum er fyrirtækið ÞÞÞ sem hefur í áraraðir stutt vel við bakið á íþróttalífi á Akranesi og eins við Íþróttabandalagið sjálft.

Stjórn ÍA tók ákvörðun um að hafa þetta árlegt og eitt fyrirtæki á ári.

Marella Steinsdóttir, og Þórður Þ. Þórðarson

Stjórn tók breytingum þar sem Marella Steinsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu.

Marellu var þakkað fyrir sitt starf sem formaður, hún gaf kost á sér í setu varastjórnar ÍA og var kjörin í það.

Hrönn Ríkharðsdóttir sitjandi varaformaður bauð sig eins og áður hefur komið fram til formennsku og var hún kjörin með standandi lófaklappi.

Emelía Halldórsdóttir var kjörin varaformaður einnig með lófaklappi og aðrir í stjórn voru kjörin
Erla Ösp Lárusdóttir
Heiðar Mar Björnsson
Gyða Björk Bergþórsdóttir

Gísli Karlsson og Líf Lárusdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi til starfa og þeim þakkað fyrir allt þeirra starf í þágu ÍA

Gísli Karlsson, Marella Steinsdóttir, Líf Lárusdóttir. Mynd/ÍA

Varastjórn skipa
Trausti Gylfason og Marella Steinsdóttir

Alls fengu 11 aðilar afhent bandalagsmerki ÍA en þau eru:

DrÍfa Harðardóttir
Garðar Jónsson
Hörður Harðarson
Guðmundur Egill Ragnarsson
Inga Ósk Jónsdóttir
Ingibjörg Stefánsdóttir
Kristvin Bjarnason
Olga Magnúsdóttir
Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir
Samúel Guðmundsson
Viktor Elvar Viktorsson