Íris og Vilborg ráðnar sem leikskólastjórar hjá AkraneskaupstaðAkraneskaupstaður hefur gengið frá ráðningu á leikskólastjóra á Teig – og Vallarseli.

Íris Guðrún Sigurðardóttir er nýr leikólastjóri Teigasels og Vilborg Valgeirsdóttir er einnig nýr leikskólastjóri Vallarsels. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar.

„Við óskum Írisi og Vilborgu farsældar í starfi og fögnum því að þær vinni áfram með sínu góða samstarfsfólki að þróun leikskólastarfs á Akranesi og velferð barna,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Vallarsel er elsti leikskólinn á Akranesi, staðsettur við Skarðsbraut, en skólinn fagnaði 40 ára afmæli sínu árið 2019. Vilborg tekur við starfinu af Brynhildi Björgu Jónsdóttur.

Teigasel var tekin í notkun árið 1998 en skólinn er staðsettur við Laugarbraut. Íris Guðrún tekur við starfinu af Margréti Þóru Jónsdóttur.