Miðbæjarsamtökin Akratorg boða til íbúafundar í Tónbergi í Tónlistaskóla Akraness miðvikudaginn 4. maí og hefst fundurinn kl. 20.00. Fundurinn er opinn fyrir alla þá sem hafa áhuga og er yfirskrift fundarins – Miðbærinn okkar og stjórnmálin.
Hlédís Sveinsdóttir er fundarstjóri og hér fyrir neðan má sjá hvaða mál verða efst á baugi á fundinum.
Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs mun opna fundinn og kynna samtökin. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði verður með erindi á fundinum.
Oddvitar þeirra flokka sem bjóða fram lista í bæjarstjórnarkosningunum 2022 mæta á fundinn í pallborðsumræður – sem Bjarnheiður Hallsdóttir mun stýra.