Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu skipulags – og umhverfisráðs að settar verði upp eftirlitsmyndavélar við þrjár stofnanir Akraneskaupstaðar.
Eftirlitsmyndavélar verða settar upp við Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og leikskólann Teigasel.
Áætlaður kostnaður verkefnis er um 8 milljónir kr. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs.