Líf og fjör hjá útskriftarnemum FVA á dimmisionRúmlega 60 nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa í dag skemmt sér vel í tilefni þess að hópurinn mun útskrifast síðar í þessum mánuði eða þann 20. maí.

Í dag fór fram hin táknræna dimmision athöfn þar sem að nemendur gerðu sér glaðan dag. Útskriftarnemarnir mættu snemma í skólann þar sem þau fengu morgunhressingu þar sem Friðmey Barkar Barkardóttir og Hugrún Vilhjálmsdóttir tóku vel á móti þeim.

Að morgunmat loknum tók við langur verkefnalisti með um 100 miserfiðum þrautum í glerharðri liðakeppni. Það var því mikið sprell og gaman í húsakynnum FVA í morgun.

Hópurinn hélt síðan til höfuðborgarinnar með langferðabíl til þess að viðra sig enn frekar og dagskránni lýkur í kvöld þar sem að stórdansleikur fer fram á vegum NFFA á Gamla Kaupfélaginu.