Myndasyrpa: Hressir klifrarar úr ÍA skemmtu sér vel á opnu móti á SmiðjuloftinuKlifuríþróttin er í mikilli sókn á Akranesi og margir af iðkendum Klifurfélags Akraness hafa komið sér í fremstu röð á landsvísu á undanförnum misserum.

Um síðustu helgi tóku um 50 hressir klifrarar þátt á opnu klifurmóti fyrir yngri flokka á Smiðjuloftinu.

Þar sáust flott tilþrif og klifrara framtíðarinnar skemmtu sér vel eins og sjá má á þessum myndum.