Fjöldi fólks mætti til vígsluhátíðar á þjónustumiðstöð aldraðra við Dalbraut 4 sem fram fór á fimmtudaginn í síðustu viku eða 5. maí.
Miðstöðin er á jarðhæð í nýju 5 hæða fjölbýlishúsi og hefur félagsstarf FEBAN og eldri borgara á Akranesi blómstrað eftir að nýja aðstaðan var tekin í notkun.
Klippt á borða við vígsluna. f.v Ragnar B. Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, formaður FEBAN, Viðar Einarsson og Sigurlaug Inga Árnadóttir fyrrverandi formenn FEBAN, Rakel Óskarsdóttir, og Valgarður Lyngdal Jónsson fulltrúar bæjarstjórnar
Í tilefni af 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar var öllum íbúum bæjarins sem verða áttræðir á árinu boðið sérstaklega til vígslunnar og þeim sem mættu færður konfektkassi og kort með hamingjuóskum frá kaupstaðnum.
Klippt var á borða og kór FEBAN söng nokkur lög og í lok hátíðarinnar var boðið til kaffi og kökuveislu.
Nánar á vef Akraneskaupstaðar: