Frábær árangur hjá sundfólki úr ÍA á Íslandsmóti Garpa 2022Þaulreynt sundfólk úr röðum ÍA náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramóti Garpa sem er fyrir keppendur 25 ára og eldri.

Mótið fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði og tóku rúmlega 100 keppendur þátt. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara og 7 keppendur úr röðum ÍA létu svo sannarlega að sér kveða á mótinu.

Uppskera helgarinnar – 14 Íslandsmeistaratitlar hjá sundfólkinu úr ÍA.

Mótið er einnig stigamót milli félaga, 9 lið tóku þátt og varð sundlið ÍA í 3. sæti í stigakeppninni, á eftir fjölmennum liðum Sundfélags Hafnarfjarðar og Sunddeildar Breiðabliks.

Mótið var hið litríkasta, með keppendum á aldursbilinu 25-90 ára. Gleðin var svo sannarlega ríkjandi, og að loknu móti var haldið glæsilegt lokahóf á Ásvöllum fyrir keppendur.

Íslandsmeistarar Sundfélags Akraness eru:

Kári Geirlaugsson:

Kári Geirlaugsson: Fimmfaldur Íslandsmeistari.
50 m skriðsund, 100 m baksund, 100 m fjórsund, 50 m baksund og 100 m skriðsund.

Kristín Minney Pétursdóttir:

Kristín Minney Pétursdóttir: Sexfaldur Íslandsmeistari í einstaklingsgreinum
auk þess vann hún til gull – og silfurverðlauna í boðsundum:
100 m bringusund, 50 m skriðsund, 50 m bringusund, 200 m skriðsund,

200 m fjórsund, 100 m skriðsund.

Silvia Llorens Izaguirre:

Silvia Llorens Izaguirre Íslandsmeistari í 50 m flugsundi auk gullverðlauna í boðsundi.

Anna Leif Auðar – Elídóttir

Anna Leif Auðar Elídóttir Íslandsmeistari í 100 m skriðsundi auk gull – og silfurverðlauna í boðsundi.

Kvennasveit ÍA sigraði í 450m skriðsundi en sveitina skipuðu frá vinstri: Anna Leif Auðar Elídóttir,
Silvia Llorenz Izaguirre, Kristín Minney Pétursdóttir og aftast er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Sama sveit hafnaði í öðru sæti í 450m fjórsundi.

Blönduð sveit ÍA í 4*50m fjórsundi uppskar silfur en hana skipuðu: Jóhann Pétur Hilmarsson, Kristín Minney Pétursdóttir, Kári Geirlaugsson, og Anna Leif Auðar Elídóttir.

Þá gerði Alexander Eck sér lítið fyrir og vann silfur í 800 metra skriðsundi á nýju persónulegu meti.

Þessu til viðbótar náðu eftirfarandi sundmenn lágmörkum á Evrópumeistaramót garpa sem fram fer í Róm í ágúst: Kristín Minney Pétursdóttir, Kári Geirlaugsson, Anna Leif Auðar Elídóttir, Silvia Lllorenz og Alexander Eck.