Umræða er upphaf góðra verkaKosningar 2022 – Aðsend grein frá Jónínu Margréti Sigmundsdóttur:

Hvað einum finnst rétt finnst öðrum rangt, hvað einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt. Sitt sýnist hverjum er gjarnan sagt þegar fólk er ósammála. Ólíkar skoðanir eru samt oft hvati nýrra hugmynda og frumlegra lausna. Þess vegna er svo gaman að fara út meðal fólks og spjalla og skiptast á skoðunum.  Sem nýgræðingur í sveitarstjórnarmálum og virkur þátttakandi í kosningabaráttunni nú í vor langar mig að deila með ykkur hugrenningum mínum og reynslu undanfarinna daga.

• Ég hef talað við fólk og hlustað.

• Ég hef lagt mig fram um að skilja þarfir þess.

• Ég hef kynnst betur umhverfinu og upplifað það.

• Mér hefur verið bent á hvað vantar. 

• Ég sé og heyri hvað það er sem fólk brennur fyrir.

• Ég hef hitt fólk í störfum sínum og met mikilvægi þeirra.

• Ég heyri og sé hvar við getum gert betur.

• Ég hef hitt fólk heima hjá sér.

• Ég hef fært fólki boðskap og rós.

• Ég hef fengið bros að launum.

• Ég hef fengið kynstrin öll af ábendingum og tillögum til að íhuga og vinna að.

Við Skagamenn vil ég segja, heimabærinn minn er Akranes. Hér vil ég vera og verða gömul. Ég vil leggja mitt af mörkum til uppbyggingar á okkar fallega bæ. Uppbygging er endurnýting. Uppbygging er ekki bara steypa. Uppbygging þýðir líka að hlúa að fólki og skapa umhverfi fyrir hagsæld og hamingju. Í þessum anda vil ég vinna með ykkur- saman!

XS- Að sjálfsögðu!

Jónína Margrét Sigmundsdóttir, skipar 2.sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi.