Sýslumaður gerði athugasemdir við fána og auglýsingar Samfylkingarinnar við kjörstaðSamfylkingin á Akranesi má ekki flagga fána flokksins fyrir utan höfuðstöðvarnar við Stillholt á meðan opið er á kjörstað hjá Sýslumanni sem er í sama húsi þa sem utankjörfundaratkvæði eru greidd.

Í gærmorgun fékk Sveinn Kristinsson sem er umboðsmaður listans símtal frá sýslumanninum í Stykkishólmi með tilmælum um að hylja einnig gluggamerkingarnar á sama tímaramma.

„Við tókum bara vel í tilmæli frá Sýslumanni, fylgdum fyrirmælum og gerðum það sem sýslumaður mælist til. En þetta kemur á þetta kemur á óvart þar sem við erum þarna í eigin húsnæði sem við höfum átt í 20 ár, höfum verið með gluggamerkingar af þessu tagi í öllum kosningum allan þann tíma og aldrei fengið athugasemd af þessu tagi áður. “ segir Valgarður Lyngdal Jónsson oddviti Samfylkingarinnar við Skagafréttir.