ÍA mætir KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni kvenna



Kvennalið ÍA í knattspyrnu hefur náð flottum árangri nú þegar í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. ÍA var í pottinum í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit keppninnar í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardag.

ÍA fær heimaleik gegn KR sem leikur í Bestu deild kvenna en ÍA er í 2. deild sem er þriðja efsta deild Íslandsmótsins.

Leikirnir fara fram dagana 27.-29. maí, en liðin í Bestu deild kvenna koma inn í keppnina á þessum tímapunkti ásamt þeim sex félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð.

Kvennalið ÍA hefur fjórum sinnum fagnað bikarmeistaratitlinum hjá KSÍ, fyrst árið 1990, í annað sinn árið 1991, og í þriðja og fjórða sinn 1992 og 1993. Bikarsaga kvennaliðs ÍA er glæsileg en á árunum 1984-1993 lék liðið tíu sinnum til úrslita í bikarkeppninni, og fjórir titlar eru í safninu.

1993 ÍA – Stjarnan 3-1
1992 ÍA – Breiðablik 3-2
1991 ÍA – ÍBK 6-0
1990 Valur – ÍA 1-0
1989 ÍA – Þór A. 3-1
1988 Valur – ÍA 1-0
1987 Valur – ÍA 2-1
1985 Valur – ÍA 1-0
1984 Valur – ÍA 3-3, 6-4 vítakeppni.
1983 Breiðablik – ÍA 3-1

16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna

Tindastóll – Valur

Selfoss – Afturelding

ÍH eða FH – Stjarnan

Þór/KA – Augnablik eða Haukar

ÍA – KR

Þróttur R. – Víkingur R.

Keflavík – ÍBV

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. – Breiðablik